top of page

Ragnhildur Weisshappel: HAMINN NEISTI

508A4884.JPG

föstudagur, 22. mars 2024

Ragnhildur Weisshappel: HAMINN NEISTI

Listasafn Ísafjarðar býður gesti velkomna á opnun einkasýningar Ragnhildar Weisshappel; HAMINN NEISTI. Opnun verður á föstudaginn langa, 29. mars kl.16.00 í sal Listasafns Ísafjarðar á annarri hæð í Safnahúsinu Eyrartúni. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ragnhildur Weisshappel sýnir ný verk unnin úr sykurmolum og gifsi. Á sýningunni teflir Ragnhildur saman að því er virðist handahófskenndum munum og hlustar á þá af titrandi þolinmæði. Hálf-mekanísk nákvæmni, tilraunakenndur ófullkomleiki, leifar á stalli og tilviljanir er meðal þess sem lýsir listsköpun Ragnhildar Weisshappel. Hún veltir vöngum um ólík sjónarmið, ólíkar leiðir og dvelur í möguleikunum. Ragnhildi tekst að virkja ímyndunarafl áhorfandans til að sjá ótæmandi möguleikana og upplifa frelsið í þeim. Titill sýningarinnar vísar í ferlið þegar listamaðurinn kemur hugmynd í einhverskonar form og þarf að halda sér við efnið.

Ragnhildur Weisshappel (f. 1989) nam myndlist á Íslandi og Frakklandi. Hún vinnur í ýmsa miðla og notar þá sem tæki til að þýða úr einu í annað. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands og utan. Sýningin Haminn neisti er þriðja einkasýning hennar. Ragnhildur býr og starfar í Svarfaðardal.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page