Ragnar Kjartansson: Móðir og barn, gin og tónik
fimmtudagur, 22. febrúar 2024
Ragnar Kjartansson: Móðir og barn, gin og tónik
Við bjóðum ykkur velkomin á opnun sýningar Ragnars Kjartanssonar, Móðir og barn, gin og tónik, fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi kl. 17, í i8 gallerí. Á sýningunni eru ný málverk eftir Ragnar og er þetta fimmta sýning hans í galleríinu.
Í verkunum tekst Ragnar á við málverkið, hið hefðbundnasta form formanna. Hann graðkar í sig stemmningum úr vinnustofunni og heimilinu og færir þær með olíu á striga. Einhvers konar kyrrð ríkir í mannlausum verkunum en óreiðan ber vitni um sýsl og basl á undan og eftir.
Á Feneyjatvíæringnum 2009 breytti Ragnar íslenska skálanum í klisjukennda vinnustofu málara og málaði daglega vin sinn, myndlistarmanninn Pál Hauk Björnsson, á meðan þeir reyktu og drukku bjór í sex mánuði. Hér að neðan má lesa texta Páls Hauks Míta/hugarburður/lygasaga um verkin á sýningunni Móðir og barn, gin og tónik.