top of page

Rými er rými er rými / Space is a space

508A4884.JPG

fimmtudagur, 31. júlí 2025

Rými er rými er rými / Space is a space

Sara Björnsdóttir opnar sýningu sína, Rými er rými er rými / Space is a space is a space, næstkomandi laugardag 2. ágúst kl 16:00 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Öll hjartanlega velkomin.

Sýningin mun standa til 17. ágúst og verður opið fimmtudaga til sunnudaga kl 15:00-18:00.

Þessi staðbundna vörpun notar sýningarrýmið bæði sem viðfangsefni og sýningarflöt. Rýmið virðist horfa á sjálft sig í gegnum lög af vörpunum frá nokkrum skjávörpum. Þrátt fyrir einfalda framsetningu fjallar verkið um flókin hugtök: tíma, skynjun, hliðstæða heima og umbreytingu. Það kallar á kyrrð og nærveru og getur opnast þeim sem gefa því tíma og leitt þá dýpra inn í verkið.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page