Rósa Sigrún Jónsdóttir: Allt er eitt
fimmtudagur, 7. nóvember 2024
Rósa Sigrún Jónsdóttir: Allt er eitt
Rósa Sigrún Jónsdóttir opnar sýninguna Allt er eitt í Gallerí Fold laugardaginn 2. nóvember klukkan 14.
Þingvellir og afmæli lýðveldisins Íslands er myndlistarkonunni Rósu Sigrúnu Jónsdóttur hugleikið á sýningunni „Allt er eitt“„Það er allt á Þingvöllum“ segir Rósa Sigrún um mikilvægi Þingvalla í þjóðarvitundinni. Á flekaskilunum fæðist landið sjálft og allt um kring er svo sagan. Á Þingvöllum var Alþingi stofnað og þar lagðist Þorgeir undir feld. Þar fæddist og mótaðist sjálfstæði landsins og þar var lýðveldið Ísland stofnaðárið 1944. Í ár er því stórafmæli, lýðveldið er áttrætt, og hafa ófáar Hnallþórurnar líklega verið bakaðar af minna tilefni. Þetta lýðveldi sem okkur finnst svo sjálfsagt, en er það kannski ekki? Það er undir okkur komið.
En saga Þingvalla geymir meira en bara frækilega sögu sjálfstæðisbaráttu og sögur af hetjum sem riðu um héruð. Á Þingvöllum hefur land farið undir vatn og líka fólk. Á Alþingi voru á tímum Stóradóms kveðnir upp ótal margir dauðadómar fyrir morð og hórdómsbrot og á Þingvöllum var jafnframt einn helsti aftökustaður landsins
Rósa Sigrún veltir því fyrir sér í sýningunni „Allt er eitt“ hvernig sagan geymist. Geymist hún fyrst og fremst í ritum og munnmælum eða er hún einnig órofin hluti af náttúrunni, af jörðinni. Rósa Sigrún lagðist í rannsóknir á sögu og lífríki Þingvalla.
Á sýningunni eru 98 teikningar af plöntum sem finna má í gjánni Snóku, klippimyndir, textílskúlptúrar og á opnun verður settur af stað þátttökugjörningur sem varir út sýningartímann.
Rósa Sigrún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði innan lands og utan.
All is one
The Republic of Iceland is 80 years old since 17th of June this summer. Thingvellir is in many different ways at the heart of the history of Iceland, closely interwoven with the nation’s image and ideas about itself.
Rósa Sigrún Jónsdóttir visual artist uses Thingvellir as an inspiration for her exhibition: All is one at Gallery Fold in Reykjavik. At Thingvellir the tectonic plates drift apart creating a majestic landscape. That is where Althingi was established and later abandoned and at Thingvellir the republic of Iceland was formally founded 17th of June 1944.
Through the centuries Thingvellir was a place where sentences were passed and carried out. Numerous executions took place in Thingvellir where men were beheaded or burnt at the sta