Réttur Kvenna - Halldór Árni Sveinsson

fimmtudagur, 8. maí 2025
Réttur Kvenna - Halldór Árni Sveinsson
Réttur kvenna, er yfirskrift fjórðu sýningar Halldórs Árna í Litla Gallerý á Strandgötu, en þar tekur hann fyrir þetta hugtak í óeiginlegri merkingu. Sýningaropnun fimmtudaginn 8. maí frá 18:00-20:00.
Myndverkin eru unnin að hluta til með aðstoð gervigreindarforrita, sem eins konar collage-myndir og hefðbundnum Photoshop-aðferðum annars vegar, og svo collage-myndir málaðar með olíu á striga.
Myndirnar eru þannig liður í rannsókn og tilraun til þróunar og aðlögunar á nýrri tækni og verkfærum, sem vissulega eru skiptar skoðanir um hvort heima eigi í myndlist, en eins og alltaf er það hugsun og afstaða listamannsins sem skiptir mestu máli um nálgunina. Jafnframt er þetta í leiðinni skemmtilegt grúsk í heimildum og sjónarhornum – og léttleiki tilverunnar. Og alls ekki óbærilegur.
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 9. maí 13:00 - 18:00
Laugardagur 10. maí 12:00 - 16:00
Sunnudagur 11. maí 14:00 - 17:00
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.
English
Woman Right is the title of Halldór Árni’s 4 th exhibition in Litla Gallery at Strandgata, Hafnarfjordur. The Icelandic word réttur (e. right) can also have different meaning, hence the phrase “Something lost in translation”. Exhibition opening is May 8th from 18:00-20:00.
Halldór´s experience in artificial intelligent (AI) in digital painting collages art can be controversial, as in using it in any art making, but it´s worth the effort to learn and try new techniques and gadgets.
Besides it´s fun to play, especially in present times of unbearably lightness of being.
Other opening hours:
Friday May 9th 13:00 - 18:00
Saturday May 10th 12:00 - 16:00
Sunday May 11th 14:00 - 17:00
The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjordur.