Rætt um kjör myndlistarmanna með Visku
fimmtudagur, 24. október 2024
Rætt um kjör myndlistarmanna með Visku
English below
Samband íslenskra myndlistarmanna og Viska – stéttarfélag, bjóða félagsfólki að taka þátt í kynningu og spjalli um kjaramál myndlistarfólks í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 15:00–16:30.
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um þörf myndlistarfólks á samfélagslegu öryggisneti og hvernig SÍM gæti komið þar til móts við sitt félagsfólk. Í þessu augnamiði hefur verið stofnaður sérstakur faghópur myndlistarfólks í stéttarfélaginu Visku innan BHM.
Dagskrá:
15:00 Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Visku kynnir starfsemi Visku
15:30 Almenn umræða um kjaramál myndlistarfólks
Kaffi og léttar veitingar í boði.
Þeir sem vilja koma með umræðuefni á fundinn geta sent tölvupóst á sim@sim.is fyrir hádegi föstudaginn 1. nóvember næstkomandi.
Hægt er að taka þátt á netinu hér: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YmNlMWFmZWMtMmRjZS00MzQzLWE1MmItMDM1MDc5NjE5ZTdi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%22778b1336-77d2-4d19-8dd4-9d53b83e6736%22%2c%22Oid%22%3a%22c7aa6f33-6650-41b8-a633-6903fb082b58%22%7d
Kynningin fer fram á íslensku en spurningar og umræður eru velkomnar á ensku eða íslensku.
Hlökkum til að sjá ykkur.
--
Let's talk about artists' rights with Viska
The Association of Icelandic Visual artists and Viska - Union, invite members to take part in a presentation and discussion about the rights of visual artists at SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, on Wednesday, November 6 at 15:00–16:30.
In recent years, there has been a lot of discussion about the needs of visual artists for a social safety net and how SÍM can accommodate members in this regard. With this in mind, a special interest group of visual artists has been established within the trade union Viska within BHM, the federation of university graduates.
Schedule:
15:00 Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, chairman of Viska, presents the activities of the union
15:30 General discussion about the rights of artists
Coffe and light refreshments.
Those who want to bring a topic to the meeting can send an email to sim@sim.is before noon on Friday, November 1st.
The meeting will be available online here: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YmNlMWFmZWMtMmRjZS00MzQzLWE1MmItMDM1MDc5NjE5ZTdi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%22778b1336-77d2-4d19-8dd4-9d53b83e6736%22%2c%22Oid%22%3a%22c7aa6f33-6650-41b8-a633-6903fb082b58%22%7d
Please note that the presentation will be in Icelandic, but all questions are welcome in English or Icelandic.
Looking forward to seeing you.