top of page

Ráðstefna á Grand Hótel fim 16. mars um vinnumarkað og heimsfaraldur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. mars 2023

Ráðstefna á Grand Hótel fim 16. mars um vinnumarkað og heimsfaraldur

Í næstu viku, fimmtudaginn 16. mars, fer fram norræn ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík sem okkur langar að bjóða þér að taka þátt í. Ráðstefnan fer fram í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og fjallar um niðurstöður rannsóknarverkefnis OECD á viðbrögðum norrænu landanna og áhrifum heimsfaraldurs á vinnumarkað þeirra. Ef þú hefur þegar skráð þig þá hlökkum við til að sjá þig!

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Nordic Lessons for an Inclusive Recovery – Nordic Conference on OECD's Work on Responses to the COVID-19 Impact on the Labour Market og fylgir dagskráin hér að neðan.

Viðburðinum er ætlað að varpa alþjóðlegu ljósi á viðbrögð stjórnvalda og áhrif heimsfaraldurs á vinnumarkað landanna þannig að þau verði betur í stakk búin þegar áföll verða á vinnumarkaði í framtíðinni. Ráðstefnan stendur frá 9:00-16:00 og fer fram á ensku. Hún er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Smelltu hér til að skrá þig: https://eur01.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fniva.org%2Fconference%2Fnordic-conference-on-oecds-work-on-responses-to-the-covid-19-impact-on-the-labour-market%2F&data=05%7C01%7C%7C654b5ea4b8b74009f57b08db1f25bafe%7Caf1ab75f1b3e438ba264d10bf6b02c22%7C0%7C0%7C638138019183629893%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=LSqGcUnL6Bykp6VlkXvGz6y61dOQ%2BVIq7XKBY6yM4BA%3D&reserved=0

Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á ráðstefnunni eru Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Stefano Scarpetta, yfirmaður félags- og vinnumarkaðsmála hjá OECD. Ráðstefnustjóri verður Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og doktor á sviði lýðheilsu, stefnumótunar og stjórnunar. Stjórnandi pallborðsumræðna verður Huginn Freyr Þorsteinsson, doktor í heimspeki og stjórnarformaður Vinnumálastofnunar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page