RáðStefna: Stefnumótun í menningargeiranum
fimmtudagur, 14. nóvember 2024
RáðStefna: Stefnumótun í menningargeiranum
Fimmtudaginn 14. nóvember verður haldin ráðstefna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem ber yfirskriftina RáðStefna.
Nýverið hafa margir aðilar í menningargeiranum endurnýjað stefnu sína með breyttum áherslum til næstu ára. Af því tilefni er nú efnt til ráðstefnu um stefnumótun í menningargeiranum og hvernig slík stefnumótunarvinna nýtist í safnastarfi. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Rannsóknarseturs í safnafræðum og er í ár haldin í samvinnu við Borgarsögusafn og Háskólann á Bifröst.
Í samhengi við árangursríka stefnumótun í kviku og síbreytilegu menningarumhverfi er talið mikilvægt að hafa markvissa stefnu og uppfæra hana reglulega. Á ráðstefnunni gefst tækifæri til þess að líta til þeirrar stefnumótunarvinnu sem hefur átt sér á stað á vettvangi menningarmála nýverið.
Listasafn Reykjavíkur stendur reglulega fyrir ráðstefnum þar sem áherslan er lögð á að ræða fagleg málefni safna og safnafólks.
Skráningargjald er 3.000 kr og er hádegismatur og kaffi innifalið. Skráning er á vefsíðu safnsins.
Dagskrá
10:00-10:20 | Setning ráðstefnu og opnunarávarp
10:30-11:10 | Njörður Sigurjónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst.
Erindi: Rekareiði, reddingar og stefnumarkandi stjörnuskoðun.
11:15-11:40 | Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur.
Erindi: Umhverfi og aðferðir opinberrar stefnumótunar.
11:40-12:30 | Hádegishlé
12:30-12:55 | Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
Erindi: Vaninn skapar villuljós.
13:00-13:25 | Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.
Erindi: Þéttriðið net stefnu og strauma.
13:30-13:55 | Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands.
Erindi: Stefnumótun um stefnumótun; Hvernig bregðast fámennar stofnanir við auknum kröfum um fjölbreyttar stefnur?
14:00-14:30 | Kaffihlé
14:30-14:55 | Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs.
Erindi: Safn af stefnum.
15:00-15:25 | Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Erindi: Hlutverk háskólasamfélagsins í stefnumótunarstarfi safna.
15:25-16:00 | Pallborð og umræður
16:00-16:30 | Ráðstefnuslit og léttar veitingar
Skráning hér: https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=4wvtav-mbEyDtbtyvdEAiE30-laekQpCsQeGqHqUC7lUNVE3Rlk1VDFKMzdSUUhXWktTUEZSOTJWMCQlQCN0PWcu&mc_cid=67c5472baa&mc_eid=706aed0f77&route=shorturl