Portfolio Gallerí: Grettur, glettur og náttúrubörn
miðvikudagur, 29. júní 2022
Portfolio Gallerí: Grettur, glettur og náttúrubörn
Þann 2. júli kl. 16 opnar Jakob Veigar Sigurðsson sýninguna: Grettur, glettur og náttúrubörn
Sýningin stendur til 6. ágúst. Það er opið fim-sun frá 14-18
Jakob Veigar er byggingatæknifræðingur að mennt en hóf nám í myndlist 2011 eftir að hafa snúið við blaðinu og yfirgefið byggingar-geirann. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA gráðu árið 2016 og frá Academy of Fine Arts í Vínarborg sem „Herr Magister“ árið 2019. Jakob starfar í Vínarborg þar sem hann er búsettur. Hans helsti miðill er málverkið þar sem gjörningurinn að koma málningu á striga hefur verið í hávegum hafður en einnig hefur hann verið að vinna við aðra miðla eins og vídeó, textíl og hljóð. Jakob notar tengsl við náttúru og óreiðu til þess að skoða samfélagið en undanfarið hefur hann dvalið í Íran og Indlandi þar sem hann heimsótti listamenn og handverksfólk meðal hirðingja til þess að upplifa byggingalist, handverkshefðir og lifnaðarhætti sem hann nýtir svo inní sína eigin listsköpun.