top of page

Portfolio Gallerí: GAMAN - Snorri Ásmundsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. mars 2022

Portfolio Gallerí: GAMAN - Snorri Ásmundsson

Snorri Ásmundsson opnar sýninguna GAMAN Í Portfolio gallerí á laugardaginn 12.mars, opnunin er frá 16-18. Sýningin stendur í 2 vikur og lýkur 26. mars.

Snorri ( f. 1966 ) er listamaður sem reynir oft að hafa áhrif á samfélagið með opinberum viðburðum. Hann hefur truflað samfélagið sem hann býr í í nokkur ár með viðamiklum og merkilegum sýningum þar sem hann vinnur með félagsleg bannorð eins og stjórnmál og trúarbrögð. Hann hefur fylgst með viðbrögðum samfélagsins, það er viðbrögð fólks þegar viðteknum gildum er snúið á hvolf, til dæmis þegar vanmáttugur einstaklingur tekur í sínar hendur vald sem venjulega er úthlutað með fyrirfram ákveðnum reglum. Hvernig sem fólk bregst við þessum sýningum listamannsins; hann er fyrst og fremst að ögra félagsfræðilegum og trúarlegum gildum. Hann leitar eftir skörpum viðbrögðum og skoðar takmörk samferðamanna sinna jafnt sem hans eigin.

Snorri hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tæp þrjátíu ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og inn- setningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page