top of page

Portfolio Gallerí: Þegar tíminn stöðvaðist - Erla S. Haraldsdóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 7. október 2022

Portfolio Gallerí: Þegar tíminn stöðvaðist - Erla S. Haraldsdóttir

Portfolio Gallerí tilkynnir:

„Þegar tíminn stöðvaðist“ er titill yfirstandandi sýningar Erlu S. Haraldsdóttur myndlistarmanns, í Portfolio galleri, Hverfisgötu 71. Sýningin er opin frá 15. október til 5. Nóvember 2022. Þar sýnir Erla fjölmargar nýjar myndraðir, ný verk sem hún hefur unnið að í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi.

Tíminn bindur enda á hverja kvöldstund fyrir okkur mannfólkið, þegar við sofnum og okkur byrjar að dreyma.
Tíminn er stöðvaður í skrifum.
Tíminn er stöðvaður í hefðum.
Tíminn er stöðvaður í listinni.

Erla S. Haraldsdóttir málar, teiknar, vinnur með prentlist og ljósmyndun, sem leiðir til að vísa í menningartákn og setja þau inn í hugvekjandi myndir, sem gefa frásögn til kynna. Hún er lærður málari með bakgrunn í gjörninga- og vídeólist og einbeitir sér um þessar mundir að hlutbundnu málverki þar sem líkamlegir eiginleikar málningar og lita bæði skapa og flækja upplifanir okkar af blekkingu rýmis, ljóss og skugga.

Verk hennar tengjast víðfeðmum listsögulegum viðfangsefnum og hún vinnur úr þeim með sterkri málunarhæfni og húmor.
Í verkunum blandast gjarnan saman persónuleg helgimyndagerð og menningararfur, og könnun á því hvernig áhrifaþættir, skyldleiki, minningar og skynjun tengjast. Aðferðafræðin skiptir hér máli og ferlatengd vinna Erlu einkennist af samblandi reglna og takmarkana, staða eða sagna og verkefna, sem henni eru falin. Hún færir þessar aðferðir gjarnan inn í myndlistarkennslu sína og margþætt samstarf við ýmsa aðila.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page