top of page

Pop-up sýning: Ímyndanir/Imaginations - Guðrún Arndís Tryggvadóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 30. september 2022

Pop-up sýning: Ímyndanir/Imaginations - Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Pop-up sýning: Ímyndanir/Imaginations - Guðrún Arndís Tryggvadóttir


Í tilefni Mánaðar myndlistar og Menningarmánaðar í Árborg forsýnir Guðrún fjölda splunkunýrra „Ímyndana*“ á Pop-up sýningu sem haldin verður í risastóru iðnaðarhúsnæði að Eyravegi 65 á Selfossi, v. hliðina á Nytjamarkaðinum. https://ja.is/?q=Eyravegur%2065
Sýningin er opin frá kl. 11:00 - 18:00 dagana 8. og 9. október 2022.

*Ímyndun- það ferli, sem leiðir til hugmyndar eða skipar hugmyndum í nýtt mynstur/imagination.

UM LISTAMANNINN:

Guðrún Arndís Tryggvadóttir nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París 1978-79 og Akademie der Bildenden Künste í München 1979-83.
Hún hefur haldið og tekið þátt í sýningum hér heima, í Evrópu og í Bandaríkjunum og hlotið fjölda viðurkenninga, bæði fyrir myndlist sína og fyrir störf sín á sviði nýsköpunar en hún hefur verið frumkvöðull á ýmsum sviðum; stofnað og rekið útgáfufélag, myndlistarskóla og listræna hönnunarstofu og gallerí sem hún rak í Þýskalandi og hér heima um árabil. Guðrún er einnig frumkvöðull á sviði umhverfismála en hún stofnaði umhverfisfræðsluvefinn nature.is/natturan.is sem hún rak um tíu ára skeið.
Guðrún vinnur aðallega stór verk með olíu á striga en málverk hennar byggja á hugmyndafræðilegum grunni og eru oft mjög persónuleg og tengjast tíma- og efnishugtakinu.
Verk eftir Guðrúnu er að finna í opinberum söfnum bæði hérlendis og erlendis.

Nánar á tryggvadottir.com.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page