Páll Ivan hangir í Sjopunni
fimmtudagur, 5. september 2024
Páll Ivan hangir í Sjopunni
Sjoppan er nýtt tilraunarými í Gallery Port þarsem allskonar myndlistarfólk sýnir ný og nýleg verk — bland í poka — sýna það sem á hug þeirra um þessar mundir.
Fyrstur til að hanga í Sjoppunni er Páll Ivan frá Eiðum sem sýnir nýjar teikningar og kallar það Óspilandi helvíti.
Fyrsta opnun í Sjoppunni fer fram samhliða opnun sýningar Hlyns Hallssonar, Herbergi með útsýni.
Þær fara fram n.k. laugardag, 7. september, á milli 15-17 í Gallery Port, Hallgerðargötu 19-23.
“Lengst framan af var ég tónskáld og tónlistarmaður en af einhverjum ástæðum tók myndlistin öll völd. Undanfarið hef ég reynt að verða tónskáld aftur og planið er að teikna mig aftur inn í tónsmíðarnar.
Mér hefur enn ekki tekist að semja einhver mögnuð tónverk en þessar teikningar eru kannski skref í rétta átt”.
Páll Ivan frá Eiðum hefur látið til sín taka í íslensku listalífi á ýmsum sviðum eins og td. tónsmíðum, hljóðfæraleik, gjörningum, hönnun, ritlist og internetgríni .
Sýningarnar standa yfir til 28. september og er opið miðvikudaga til föstudags frá 12-17 og laugardaga milli 12-16. Einnig eftir samkomulagi.