top of page

Opnun tveggja einkassýninga: Uppúr vasanum drógu þau spýtu / Einhljóð

508A4884.JPG

miðvikudagur, 24. apríl 2024

Opnun tveggja einkassýninga: Uppúr vasanum drógu þau spýtu / Einhljóð

Tvær sýningar opna í Kling & Bang laugardaginn 27. apríl kl.16.00. Annarsvegar Uppúr vasanum drógu þau spýtu með verkum listamannatvíeikisins Töru og Sillu og hinsvegar Einhljóð með verkum Andra Björgvinssonar.
 

Uppúr vasanum drógu þau spýtu: 
Það brakar í spýtunum. Þær hvæsa, hvísla og syngja. Spýtur eru lagðar hlið við hlið, spýtu fyrir spýtu.

Á einkasýningu Töru og Sillu Uppúr vasanum drógu þau spýtu sýna þær ný verk sem vefjast inn í og upp úr gólfinu. Með verkunum draga Tara og Silla athygli að gólfinu sem rými. Við kynnumst gólfinu í gegnum hreyfingu músarinnar, söng fjalarinnar og áferð spýtunnar. Tara og Silla vinna verk með því að einangra fyrirbæri, brjóta þau í sundur og púsla brotunum saman.

Megin þemu í verkum Töru og Sillu eru fögnuður, vinátta og samskipti sem birtast einkum sem vídeóverk, gjörningar og innsetningar. Oftar en ekki vinna þær með þáttöku í verkum sínum og mottó-ið þeirra er: „Playful not hostile’. Að þessu sinni snúa þær sér að gólfinu í heildrænni innsetningu sem er óður til þess efnis og rýmis sem við göngum á.

Einhljóð: 
Andri Björgvinsson sýnir ný verk sem öll á sinn hátt snúast í hringi og gefa með því frá sér hljóð.

Verkin mætti líta á sem tónlistarlegar tillögur sem drifnar eru áfram af rúðuþurrkumótorum. Mótorarnir spila pólírytma og óútreiknanlegar melódíur með mismunandi leiðum, meðal annars með nákvæmri eftirmynd af munnholi manneskju og bjöllum sem hjálpa börnum að taka sín fyrstu skref í tónlistarflutningi. Innann veggja rýmisins mun þannig verða til rafknúinn músíkalskur kliður sem endurtekur sig út í hið óendanlega.

 

27. apríl / frá 16-19 
Dagskrá opnunarveislu:
16:20 - ör-gjörningur Töru og Sillu 
17:00 - Fyrri gjörningur framkvæmdur af duóinu Andlit (Arnljót Sigurðssonar og Andra Björgvinsson).
18.45 - Seinni gjörningur framkvæmdur af duóinu Andlit (Arnljót Sigurðssonar og Andra Björgvinsson).

--

Sýningartímabil: 
27.04.24 - 02.06.24. 
Kling & Bang er opið mið-sun kl. 12-18.
Aðgangur er ókeypis.
 

Hönnun:  Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir
Sýningin er samstarfi við: Myndlistarsjóð og Reykjavíkurborg

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page