top of page

Opnun Stríðið er raunverulegt 03.02.2023 kl. 18

508A4884.JPG

miðvikudagur, 1. febrúar 2023

Opnun Stríðið er raunverulegt 03.02.2023 kl. 18

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Stríðið er raunverulegt eftir Curver Thoroddsen í Höggmyndagarðinum þann 3. febrúar kl 18:00.

Verkið er raunveruleikagjörningur sem tekinn var upp á 16 mm filmu í Rússlandi. Curver hafði verið beðinn af Ragnari Kjartanssyni um að gera nektarskriðsgjörning á heilmikilli samssýningu tengt sýningu hans í Moskvu stuttu fyrir byrjun Úkraínu Stríðsins. Engum datt í hug að stríð væri á næsta leiti en eftir á að hyggja voru ýmis teikn á lofti.

Þremur dögum fyrir komu Curvers til Rússlands var fyrirhugaður nektarskriðsgjörningurinn bannaður og nokkur önnur verk á sýningunni ritskoðuð. Nú voru góð ráð dýr. Undirbúningur gjörningsins hafði tekið nokkra mánuði og hópur af kvikmyndagerðarfólki tilbúinn í tökur til að skrásetja þann langa og stóra gjörning. Á leiðinni til Moskvu fæddist hugmynd um lítinn og einfaldan gjörning þar sem valdastrúktúr samstarfsins við kvikmynda-crewið var kollvarpað og snúið á haus. Curver bauðst til að þrífa ísskápana hjá þessum ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki. Leiðinlegt og hversdagslegt athæfi sem seint yrði ritskoðað eða bannað. Eins og allt alvöru experimental kvikmyndagerðarfólk þá áttu þau 16 mm filmur sem geymdar voru í ísskápnum. Það lá því beinast við að nota þær við gerð verksins sem fékk heitið „The Struggle Is Real“ eða „Strögglið er raunverulegt“ í einhverju bríaríi.

Nokkrum vikum eftir opnun samsýningarinnar í Moskvu réðist Pútín inn í Úkraínu og allt breyttist á einni nóttu. Ragnar stöðvaði sýninguna sína samdægurs og öll þessi ritskoðun og bönn urðu merkingar meiri eftirá. Þessi einfaldi kvikmyndagjörningur varð eitthvað meira og stærra og íslenski titillinn breyttist í „Stríðið er raunverulegt“.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page