Opnun sýningar Listasafns Reykjanesbæjar í samstarfi við Listaháskóla Íslands INFRA GLOW / UNDIRLJÓMI

fimmtudagur, 9. mars 2023
Opnun sýningar Listasafns Reykjanesbæjar í samstarfi við Listaháskóla Íslands INFRA GLOW / UNDIRLJÓMI
Sýningin UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW opnar í Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 11. mars kl. 14:00 og stendur til sunnudagsins 16. apríl 2023.
Sýningarstjórar eru Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem allar stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni eiga stefnumót listamennirnir Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir, Hye Joung Park og Þórdís Erla Zoëga og er m.a. fjallað um áhrif nærumhverfisins og breytileika þess á innri upplifun og tjáningu.
Iða Brá Ingadóttir mun flytja gjörninginn Iðufall á opnuninni kl. 15:00.