top of page

Opnun Ljósanætursýninga í Duus Safnahúsum

508A4884.JPG

þriðjudagur, 29. ágúst 2023

Opnun Ljósanætursýninga í Duus Safnahúsum

Fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18 fögnum við haustinu með opnun nýrra sýninga Byggðasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum.

Eins manns rusl er annars gull

Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt?

Á sýningunni má sjá smáhluti sem voru fjöldaframleiddir á árum áður en eru margir fágætari nú á dögum. Stór hluti endaði í ruslinu en til eru þeir sem einsettu sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af ólíkum gerðum. Margir hlutanna eru merktir fyrirtækjum eða vörum og því gefst tækifæri til að rifja upp liðna tíð og virða fyrir sér hvernig myndskreytingar og vörumerki hafa breyst í gegnum tíðina.

Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar verður með leiðsögn um sýninguna Eins manns rusl er annars gull sunnudaginn 3. september kl. 13:30.

Endurlit/Hindsight

Það er mikill fengur í að fá Lindu Steinþórsdóttur til að sýna í Bíósal Duus Safnahúsa. Listamaðurinn hefur alið flest sín fullorðins ár í Austurríki og því gefst íbúum Reykjanesbæjar ekki oft færi á að njóta myndverka Lindu í uppeldisbæ hennar.

Endurlit/Hindsight mun standa yfir til 30. nóvember 2023.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page