top of page

Opnun – skart:gripur

508A4884.JPG

miðvikudagur, 27. mars 2024

Opnun – skart:gripur

Laugardaginn 6. apríl kl. 15 bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar skart:gripur – skúlptúr fyrir líkamann í Sverrissal Hafnarborgar. Þar getur að líta gripi eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar. Sýningin er sett upp í tengslum við HönnunarMars 2024.

Skart hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þörfin til að skreyta líkama og klæði með skarti er frumstæð og hefur djúpar rætur í menningarsögu allra þjóða. Skartgripir gegna stöðu tungumáls í menningu okkar og samfélagi. Þeir eru frásögn, tákna stöðu, miðla persónuleika og senda skilaboð. Þá endurspeglar sýningin margbreytileika í efnistökum, aðferðum og nálgun í skartgripagerð hér á landi.

Þátttakendur eru Anna María Pitt, Arna Gná, Ágústa Arnardóttir, James Merry, Hildur Ýr Jónsdóttir, Helga Mogensen, Katla Karlsdóttir, Orr og Marta Staworowska. Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page