top of page

Opnun í Y gallery

508A4884.JPG

föstudagur, 5. maí 2023

Opnun í Y gallery

Samsýning tólf listamanna, sem Ragga og Magga Weisshappel, einnig eru þekktar sem Hillbilly, hafa tekið tali í Opnun II í Ríkissjónvarpinu á fimmtudagskvöldum í vor.

"Hillbilly leggur upp með að skapa vettvang þar sem ljósi er varpað á myndlistarmenn og þeir athugaðir í sínu eiginlega umhverfi. Eins og sir David Attenborough skoðar villt dýr í náttúrunni. Hillbilly hefur borið villta listamennina á borð fyrir almenningi frá árinu 2016, nú síðast í línulegri dagskrá (síðasta haldreipinu) í Ríkisjónvarpi allra landsmanna, þar sem sófakartöflur vors lands gátu virt dýrin fyrir sér.

Hillbilly gengur fjöruna og velur af gaumgæfni steina, perlur og skeljar. Ber munina upp að sólinni, eins og til að fá betri lýsingu. Hún gengur inná gömlu Olísbensínstöðina í Hamraborg og raðar fundnum fjársjóðunum á sína staði. Allt fær sitt pláss en nándin er mikil. Ekki þannig að neinn kafni samt. Hæfileg nánd, eins og í góðu systra¬sambandi. Verkin eiga innilegt og heiðarlegt samtal."

Listamenn sem sýna eru:
Birgir Snæbjörn Birgisson, Erla Þórarinsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Kristján Guðmundsson, Melanie Ubaldo, Páll Haukur Björnsson, Pétur Magnússon, Ragna Róberts, Rakel McMahon, Sigurður Guðjónsson og Sigurður Guðmundsson

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page