top of page

Opnun í Gerðarsafni: Rósa Gísladóttir | Fora

508A4884.JPG

miðvikudagur, 31. maí 2023

Opnun í Gerðarsafni: Rósa Gísladóttir | Fora

Verið hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar Rósu Gísladóttur, Fora, í Gerðarsafni laugardaginn 3. júní kl. 18:00.

Þegar gengið er inn á sýningu Rósu Gísladóttur vaknar tilfinning um að við séum stödd samtímis á fornum samkomustað og í rústum framtíðarinnar. Í sölunum ríkir ró. Þyngd verkanna veitir okkur jarðtengingu. Eða er hún ógnandi? Súlur sem þessar standa í þúsundir ára, þangað til þær gera það ekki lengur. Verðum við vitni að því augnabliki þegar þær falla?

Verk Rósu eru könnun á geometríu og klassískri formgerð með vísunum í arkitektúr og rússneskan konstrúktivisma. Skúlptúrar hennar spila á mörkum þess klassíska og nútímalega jafnframt í fagurfræði og efnisnotkun. Verk í við, gifs, keramik og gler skapa samspil við umhverfi sitt hvort sem það er staðbundið verk í borgarlandslagi eða skúlptúrar sem hverfast um sýningarrými.

Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page