Opnun í BERG Contemporary: Monika Grzymala
fimmtudagur, 1. febrúar 2024
Opnun í BERG Contemporary: Monika Grzymala
Verið velkomin á sýningaropnun föstudaginn 2. febrúar kl. 17 í BERG Contemporary, en þá bregður á leik pólsk/þýska listakonan Monika Grzymala, en hún er hvað þekktust fyrir umfangsmiklar innsetningar sínar og handgerð pappírsverk, en hún hefur sýnt um víðan völl, meðal annars í MoMa í New York, Hamburger Kunsthalle í Þýskalandi, og Tokyo Art Museum í Japan.
Monika Grzymala hlustar með höndunum. Hún dregur línuna og fléttar hugsanir sínar stöðugt
inn í rýmið um leið og hún vinnur. Sjálf lýsir hún eigin sköpunarferli sem uppfullu af áfergju, en
verk hennar eru oft staðbundin og byggja á líkamstjáningu listamannsins. Hún er best þekkt fyrir
umfangsmiklar innsetningar sínar og handgerð pappírsverk, en þetta er önnur einkasýning
hennar í BERG Contemporary og er sterkur vitnisburður um marglaga sprengikraft hennar sem
listamanns. Titill sýningarinnar sprettur frá pappírsverkum, sem Monika handmótar í þar til gerðu
verkstæði í Berlín, og er staðsett undir tónlistarskóla. Með því að binda inn hljóðin sem berast á
meðan hún skapar verkin, myndast drættir, melódíur verða að línum, ljóðum án orða,
-konsertum í rými.
Monika Grzymala (f. 1970) vinnur verk sín ýmist í skúlptúr, teikningu og innsetningar. Eftir að
hafa lokið námi í steinhöggi og forvörslu, þá lagði hún stund á nám í myndlist við listaháskólana
í Karlsruhe, Kassel og Hamborg í Þýskalandi. Hún á að baki sýningar og verkefni um víða
veröld, en má þar nefna Stellingen skautahöllina í Hamborg, Þýskalandi, The Drawing Center í
New York, Bandaríkjunum, Chinati Foundation Marga TX í Bandaríkjunum, The Drawing Room í
London, Bretlandi, The Fruitmarket Edinburgh í Bretlandi, Tokyo Art Museum í Japan, MoMA
Museum of Modern Art í New York, Bandaríkjunum, 18. útgáfu Sydney Biennale í Ástralíu,
Hamburger Kunsthalle í Þýskalandi, Arter Istanbul í Tyrklandi, Arsenal Montreal í Kanada,
Kampnagel Hamburg í Þýskalandi, The Morgan Library & Museum í New York, Bandaríkjunum,
Listasafn Reykjavíkur, Íslandi, Albertina Vienna, Austurríki, MSK Museum of Fine Arts Ghent,
Belgíu, HAU Hebbel am Ufer Berlin, Þýskalandi, EACC Espai d‘Art Contemporani Castello,
Spáni, Des Moines Art Center og Israel Tifereth Synagogue Des Moines Iowa, Bandaríkjunum,
Hubben Uppsala Science Park Uppsala, Svíþjóð, Einkasafn Dian Woodner í New York,
Bandaríkjunum, Konsthalle Gothenburg, Svíþjóð, Shaping Space Open Lab Berlin, Þýskalandi
og víðar.
Hún er fyrirlesari og gestaprófessor við listaháskólann HBK Braunschweig í Þýskalandi og Die
Angewandte University of Applied Arts í Vínarborg í Austurríki, auk þess sem fjöldi útgáfa hefur
verið tileinkaður list hennar. Verk hennar eru að finna virtum einkasöfnum og opinberri safneign
víðsvegar um heiminn. Þessi sýning er fimmta samstarfsverkefni hennar og Ingibjargar
Jónsdóttur, stjórnanda og stofnanda BERG Contemporary. Grzymala býr og starfar í Berlín,
Þýskalandi