Opnun á sýningu Margrétar Jónsdóttur í Grafíksalnum
fimmtudagur, 12. september 2024
Opnun á sýningu Margrétar Jónsdóttur í Grafíksalnum
Margrét Jónsdóttir opnar sýninguna Hugsýn í hálfa öld í Grafíksalnum næstkomandi laugardag, 14. september, kl 14:00. Sýningin um standa yfir til 29. september. Verið öll hjartanlega velkomin.
Listmálarinn Margrét Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1953 og starfar að list sinni í Frakklandi og Íslandi. Hún hefur starfað sem myndlistarmaður í hálfa öld og eru 49 ár frá fyrstu sýningu hennar í London. Menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diplóma í frjálsri myndlist/grafík árið 1974. Masternám (Postgraduate) við Central Saint Martin’s College of Art í London árin 1974 til 1976. Myndlista og Handíðaskóli Íslands, diplóma í grafískri hönnun árið 1984. Diplóma frá Kennaraháskólanum árið 1997. Margrét hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Margrét var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún er í ritinu „Íslensk listasaga, sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21 aldar. Einn af stofnendum og í stjórn Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra Myndlistarmanna en eina markmið félagsins var að stofna hagsmunasamtök sem varð SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu listasafna landsins. Hún hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Félagi í FÍM, Íslensk Grafík, SÍM, Nýlistasafninu. Margrét hlaut norræn vatnslitaverðlaun the Winsor & Newton/ NordicWatercolor Association Prize 2023.