top of page

Opinn fundur - Afbygging stóriðju í Helguvík

508A4884.JPG

föstudagur, 22. mars 2024

Opinn fundur - Afbygging stóriðju í Helguvík

Afbygging stóriðju í Helguvík - Opinn borgarafundur verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:30 - 19:30 í Listasafni Reykjanesbæjar.

Fundurinn mun fjalla um stöðu kísilverksmiðjunnar í Helguvík og svæðisins, í tengslum við nærsamfélagið - mesta fjölmenningarsamfélag landsins -, samfélagið í heild, sjálfbærni, vernd náttúrunnar á svæðinu, Reykjanesi og almennt og virðingu fyrir henni og ímyndaðrar framtíðar.

Meðal þátttakenda verða: Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Töfrateymið, Andstæðingar stóriðju í Helguvík, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og fyrrverandi framkvæmdarstýra Landverndar, umhverfisverndarsamtökin Landvernd, hagfræðingurinn Ásgeir Brynjar Torfason, arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir, aðrir umhverfisverndarsinnar, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Kjartan Már Kjartansson, íbúar Reykjanesbæjar og nærsamfélaga og sýningarstjórinn Jonatan Habib Engqvist.

Fulltrúar Arion banka, eigendur verksmiðjunnar í Helguvík, fá boð á fundinn.

Öllum þingmönnum og ráðherrum íslensku ríkisstjórnarinnar verður sérstaklega boðin þátttaka á opna fundinum.

Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi í hléi.

Við hvetjum öll til að mæta og taka þátt. Verið velkomin!

Listasafn Reykjanesbæjar er á jarðhæð og aðgengi er gott fyrir gesti í hjólastól og börn eru líka hjartanlega velkomin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page