top of page

Opið kall - Vinnustofuskipti SUVA og SÍM í Slóvakíu

508A4884.JPG

föstudagur, 17. nóvember 2023

Opið kall - Vinnustofuskipti SUVA og SÍM í Slóvakíu

Samband myndlistarmanna í Slóvakíu (SUVA) og SÍM boða opið kall til félagsmanna um vinnustofudvöl í Bratislava, Slóvakíu þann 15. – 28. apríl 2024. Leitað er eftir listamönnum sem vinna með eða hafa áhuga á hinsegin málefnum, en hver listamaður mun skapa eitt listaverk út frá þemanu: LGBTQ+.

Vinnustofudvölin í Bratislava felur í sér:

•        Tveggja vikna dvöl með áherslu á sköpun staðbundinna listaverka.

•        10 daga sýning/ viðburður í Gallery of Slovak Union of Visual Arts – UMELKA, Bratislava, Slóvakíu.

•        Vinnustofuheimsóknir, fyrirlestrar, heimsóknir á söfn og gallerí o.fl.


Gestgjafar okkar í Slóvakíu veita:

•        Gistingu með sameiginlegu baðherbergi og eldhúskrók.

•        Ferðakostnað fram og til baka - Reykjavík – Bratislava.

•        Máltíðir (hádegisverður og kvöldverður).

•        Rými og efni til vinnu.

•        Sýningarrými (70 m2) með umsjón, opnunarathöfn, og sýningarskrá.

 
Vinsamlega sendið eina PDF-skrá með fullu nafni umsækjanda, verkefnatillögu og hvatningarbréf (hámar 1000 orð) ásamt 2-3 myndum af verkum á sim@sim.is

Umsóknarfrestur er þann 8. desember 2023.
Umsóknarfrestur er á miðnætti þann dag sem auglýst er.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM í síma 551 1346 eða á netfangið sim@sim.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page