Opið kall - listaverkefni um sjálfbær viðbrögð við loftlagsbreytingum
fimmtudagur, 24. október 2024
Opið kall - listaverkefni um sjálfbær viðbrögð við loftlagsbreytingum
OPIÐ KALL
Listaverkefni um sjálfbær viðbrögð við loftslagsbreytingum.
- Opið fyrir samstarfsverkefni listamanna frá Rúmeníu og Íslandi-
Í opna kallinu er leitað að teymum tveggja eða fleiri listamanna frá Rúmeníu og Íslandi sem vinna saman að því að búa til og afhenda listaverk sem vekur áhuga áhorfenda á þemanu sjálfbært borgarlíf.
Markmiðið er að hvetja einstaklinga og samfélög til að sjá fyrir sér og tileinka sér sjálfbærari lífsstíl í gegnum kraftmikla listsköpun.
Leitað er að frumlegum verkum, nýjum eða þeim sem þegar eru í þróun og verða þau kynnt og sýnd opinberlega í Cluj-Napoca í Rúmeníu snemma árs 2025.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á vefsíðunni: https://academiaschimbarii.ro/.../sustainable-urban-living/