Opið kall - hugmynd að sýningu Íslands á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025
miðvikudagur, 24. apríl 2024
Opið kall - hugmynd að sýningu Íslands á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kallar eftir tillögum að sýningu Íslands fyrir 19. alþjóðlega tvíæringinn í arkitektúr í Feneyjum, sem mun standa yfir frá 24. maí til 23. nóvember 2025. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt með opnu kalli.
Leitað er að sterkri og áræðinni hugmynd að sýningu sem veitir innblástur, vekur áhorfendur til umhugsunar en um leið er raunhæf og framkvæmanleg.
Sýningunni er ætlað að fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu, og bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi sem nýst getur til að mæta áskorunum samtímans. Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands hefur falið Miðstöð hönnunar og arkitektúrs umsjón með framkvæmd verkefnisins.
Umsóknarferlið er tveggja þrepa
Í fyrra þrepi óskað eftir skýrri hugmynd ásamt einfaldri myndrænni framsetningu.
Í seinna þrepi kynna þrjú til fjögur teymi hugmynd sína fyrir stýrihóp sem velur eina.
Opið kall
Frá 23. apríl – 24. maí 2025 er opið fyrir innsendingar á hugmyndum til valnefndar.
Umsækjendur geta sent fyrirspurnir um atriði sem varða opið kall og valferlið til og með 6. maí 2024 gegnum netfangið tviaeringur@honnunarmidstod.is. Fyrirspurnir og svör við þeim verða birt á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 10. maí.