Opið fyrir vorumsóknir í myndlistarsjóð 2025

fimmtudagur, 16. janúar 2025
Opið fyrir vorumsóknir í myndlistarsjóð 2025
Myndlistarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir fyrir vorúthlutun árið 2025. Umsóknarfrestur er til kl. 16 mánudaginn 24. febrúar.
Hlutverk myndlistarsjóðs er að veita styrki til undirbúnings verkefna og til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og rannsókna á myndlist. Styrkir eru veittir til myndlistarfólks, sýningarstjóra, listfræðinga og sjálfstætt starfandi fagfólks á sviði myndlistar.
Til úthlutunar eru 38 milljónir og tilkynnt verður um niðurstöðu í byrjun apríl.
Umsækendur eru hvattir til að kynna sér matsferli og matskvaða.
Boðið verður upp á vinnustofur fyrir umsóknagerð dagana 3.-7. febrúar.
Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSc6eTsX5MoqNSsNf-pOo4vHedPJUycZEczLkeb8PXl9cAXaXw/viewform?usp=sharing
Nánari á vefsíðu Myndlistarmiðstöðvar:
https://www.icelandicartcenter.is/is/frettir/opid-fyrir-umsoknir-i-myndlistarsjod-vor-2025


