top of page

Opið fyrir umsóknir um vinnustofuskipti SÍM í Vantaa, Finnlandi

508A4884.JPG

þriðjudagur, 12. desember 2023

Opið fyrir umsóknir um vinnustofuskipti SÍM í Vantaa, Finnlandi

Samband íslenskra myndlistarmanna í samstarfi við Gjutars Residency bjóða félagsmönnum að sækja um vinnustofuskipti í Vantaa, Finnlandi 1. - 30. júní 2024. Markmiðið er að bjóða listamönnum tækifæri til að kynnast nýju umhverfi, mynda félagsleg tengsl og prófa nýjar vinnuaðferðir. Listamenn stendur einnig til boða að skipuleggja sýningu í Vantaa í tenglsum við vinnustofudvölina.

Innifalið í dvöl:
- Gisting í fullbúinni 33 m2 stúdíóíbúð.
- 500,00 EUR styrkur frá Vantaa.
- Við mælum eindregið með að listamenn sækji um Mugg dvalarstyrk og aðra staðbundna og evrópska styrki til dvalarinnar.

Ekki innifalið í dvölinni:
• Ferðakostnaður
• Matur, tryggingar og efniskostnaður

Kröfur til umsækjenda og umsóknir:
• Umsækjendur verða að dvelja í íbúðinni á tímabilinu 1.- 30. Júní 2024. Umsækjendur eiga ekki rétt á styttri tíma.
• Vinnustofuskiptin takmarkast við einn listamann. Heimsóknir fjölskyldumeðlima eða vina á dvalartíma eru ekki leyfðar.
• Umsækjendur skulu að senda eina PDF-skrá með fullu nafni listamannsins sem inniheldur ferilskrá, verkefnalýsingu og hvatningarbréf, ásamt þremur myndum. Umsóknir skulu vera á ensku.
• Að lokinni vinnustofudvöl skal þátttakandi leggja fram sjónræna greinargerð á vinnustofudvölinni og/ eða rannsóknarverkefni.
• Til þess að efla tengslanet og og samvinnu enn frekar, verða valdir listamenn beggja landa að bjóða hver öðrum í vinnustofuheimsókn og kynna sér myndlist í dvalarlandi. Umsækjandi frá SÍM mun því hitta listamenn frá Vantaa í Reykjavík í ágúst 2024.

Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2024.
Umsóknarfrestur er til miðnættis þann dag sem auglýstur er.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page