Opið fyrir umsóknir um dvöl í Kjarvalsstofu í París

fimmtudagur, 16. febrúar 2023
Opið fyrir umsóknir um dvöl í Kjarvalsstofu í París
Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð/vinnustofa í miðborg Parísar, sem
listamenn geta sótt um að fá leigða. Stúdíóið er 40 fm og er
íbúðin hluti af alþjóðlegu listamannamiðstöðinni Cité
Internationale des Arts. Íbúðin er staðsett í miðborg Parísar,
skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Kjarvalsstofa er í umsjá
Reykjavíkurborgar og Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
Opnað var fyrir umsóknir um dvöl í Kjarvalsstofu þann 13. febrúar
en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 1. mars. Hægt er að
sækja um dvöl á tímabilinu 4. maí 2023 til 26. apríl 2024 en
úthlutun er að lágmarki tveir mánuðir í senn.
Sótt er um dvöl í Kjarvalsstofu á Mínum síðum Reykjavíkurborgar
eða á Rafrænni Reykjavík.