top of page

Opið fyrir umsóknir ARTnám í LungA skólanum vor 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. september 2023

Opið fyrir umsóknir ARTnám í LungA skólanum vor 2024

Það gleður okkur hjá LungA skólanum að tilkynna að opið er fyrir umsóknir í ARTnám „tónverk fyrir óþjálfaðar raddir“ á Seyðisfirði næstkomandi haust. Umsóknarfrestur er 15. október 2023.

Sækja um : www.lungaschool.is

Lunga skólinn sem er staðsettur á Seyðisfirði er sjálfstæð stofnun undir stjórn listamanna. Í skólanum eru gerðar tilraunir með listrænar aðferðir í því gera, hugsa og vera til. Með aðferðunum þróa hugmyndir sínar um hvers konar fagurfræði, listnám, skynjun og hyggjuvit.

Þetta 12 vikna ARTnám fer fram tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Námið samanstendur annars vegar af svokölluðum vinnustofuvikum þar sem gestalistamenn sjá um kennslu hverju sinni. Hins vegar vikum þar sem lögð er áhersla á að þróa einstaklingsbundna og sameiginlega listræna aðferðir með tilraunum, samtali og íhugun.

Þátttakendur hafa aðgang að vinnustofurýmum og aðstöðu á Seyðisfirði og búa í skólanum á meðan námið stendur yfir.

LungA skólinn býður þér að sækja um á komandi ARTnám. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir bakgrunn í myndlist eða sjónrænum listum eða hefur aldrei stundað nám í listum. Það er einungis mikilvægt að þú hafir áhuga á listiðkun, hefur löngun til að læra og kanna og vera opinn fyrir óvæntum áskorunum

Umsóknarfrestur er 15. október 2023. Sjá allar frekari upplýsingar á www.lungaschool.is eða hafðu samband hjá school@lunga.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page