top of page

Opið fyrir umsóknir - SÍM Gallery 2025

508A4884.JPG

miðvikudagur, 12. júní 2024

Opið fyrir umsóknir - SÍM Gallery 2025

SÍM kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2025. Leitað er eftir umsóknum um 4 vikna einkasýningar og/eða samsýningar í 45 fm sýningasal í Hafnarstræti 16. Umsóknarfrestur er til 4. júlí 2024.

Umsóknir skulu berast í tölvupósti til skrifstofu SÍM á sim@sim.is ásamt eftirfarandi upplýsingum:*

- Ferilsskrá þar sem fram kemur menntun og fyrri sýningar listamanns
- Vinnutitill sýningar og texti um sýningartillögu og listamann/ listamenn
- 3-5 myndir af verkum og/ eða sýningarútfærslu og þeim hugðarefnum sem styrkja sýningartillöguna

*Athugið að umsóknir skulu berast sem eitt PDF-skjal, hámark 10 blaðsíður.

Sýningarnefnd fer yfir umsóknir og verður öllum umsónum svarað.
 
Sýningarskilmálar

SÍM Gallery er staðsett í Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Opnunartími er alla virka daga frá 12-16 og laugardaga frá 13-17 eða samkvæmt samkomulagi. Listamenn sjá sjálfir um yfirsetu á laugardögum og almennum frídögum.

Listamenn sjá alfarið um upphengi og frágang á sýningarrými. Listamenn sjá um að útvega tækjabúnað ef þeir þurfa.

Listamaður skuldbindur sig til þess að skila rýminu í sama ástandi og að því var komið. SÍM ásetur sér rétt til að rukka aukalega 10.000 kr fyrir þrif og frágang á rými ef við teljum að ekki hafi verið gengið nógu vel frá.

SÍM tekur ekki prósentu af sölu listaverka. Öll sala er á ábyrgð listamanns.

SÍM vinnur kynningarefni í samstarfi við listamann og birtir tilkynningu um sýningar á heimasíðu SÍM og fréttabréfi og útbýr viðburð á Facebook auk þess að senda fréttatilkynningu.

Sýningargjald er 50.000 kr. Listamaður stendur sjálfur undir kostnaði við veitingar á opnun, prentun á sýningarskrá og öðrum tilfallandi kostnaði við sýningu.

Farið er fram á 20.000 kr staðfestingargjald við bókun sem dregst af sýningargjaldi. Greiðslan gildir sem staðfesting á sýningu og fæst ekki endurgreitt nema í tilvikum þar sem listamaður hættir við með a.m.k. 3 mánaða fyrirvara.

Frekari upplýsingar veitir Lísa Björg Attensperger, skrifstofustjóri, á sim@sim.is eða í síma 551 1346.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page