top of page

Opið fyrir umsóknir – Myndlistarsjóður – seinni úthlutun 2023

508A4884.JPG

þriðjudagur, 8. ágúst 2023

Opið fyrir umsóknir – Myndlistarsjóður – seinni úthlutun 2023

Umsóknarfrestur seinni úthlutunar úr myndlistarsjóði árið 2023 er mánudaginn 21. ágúst til kl. 16:00.

Hlutverk myndlistarsjóðs er að veita verkefnastyrki til undirbúnings verkefna og til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.

Veittir verða styrkir í þremur flokkum:

Undirbúningsstyrkir – veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar er hægt að sækja um styrk til framkvæmdar.

Sýningarverkefni – viðburðir sem fara fram á afmörkuðu tímabili með skilgreint upphaf og endi.

Útgáfustyrkir, rannsóknarstyrkir og aðrir styrkir – veittir til rannsókna á verkum íslenskra listamanna og til útgáfu rita um íslenska listasögu og verk myndlistarmanna auk annarra verkefna sem ekki falla undir aðra liði.

Lágmarksupphæð styrkja er 300.000 kr og hámarksupphæð er 3.000.000 kr. Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna og því þarf umsækjanda að brúa 30% mótframlag.

Til úthlutunnar eru 25,5 milljónir og tilkynnt verður um niðurstöðu í september.

Sjá nánar: https://myndlistarsjodur.is/opid-fyrir-umsoknir-seinni-2023/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page