top of page
Opið fyrir umsóknir – Listasýning á bæjarhátíðinni Vor á Vatnsnesi

fimmtudagur, 3. apríl 2025
Opið fyrir umsóknir – Listasýning á bæjarhátíðinni Vor á Vatnsnesi
Dagana 16.–18. maí 2025 fer fram ný bæjarhátíð í Keflavík sem nefnist Vor á Vatnsnesi, þar sem list, tónlist, matur og mannlíf fá að njóta sín í lifandi umhverfi við Vatnsneshúsið og á Hótel Keflavík. Í tilefni hátíðarinnar verður sett upp myndlistarsýning og er listamönnum boðið að sýna verk sín að kostnaðarlausu.
Sýningarrými verða bæði í Vatnsneshúsinu og á Hótel Keflavík. Engar kröfur eru gerðar um búsetu – öll áhugasöm listafólk er velkomið að sækja um. Við sendum svo svar til baka hverjir verða fyrir valinu.
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2025.
Áhugasamir listamenn geta haft samband við Lilju Karen í tölvupósti: lk@kef.is
bottom of page