Opið fyrir umsóknir í Saman ~ menningar & matar markaður
fimmtudagur, 2. nóvember 2023
Opið fyrir umsóknir í Saman ~ menningar & matar markaður
Við erum Saman ~ matar, menningar og upplifunar markaður.
Við bjóðum skemmtilegustu, áhugaverðustu og færustu hönnuðum, listamönnum matar- og drykkjar framleiðendum vettvang til að selja vörur sínar, bjóða afslætti, setja óvæntar nýjungar á markað og kynna vörumerki.
Við erum fólkið á bakvið PopUp Verzlun, Lady Brewery, And Antimatter og Sodalab. Hér erum við að sameina okkar uppáhalds greinar hönnun, list, mat og drykk á vettvang sem vekur áhuga og fær samfélagið til þátttöku. Hér er hægt að selja vörur sínar en líka kynna sig
Með breyttu landslagi fannst okkur við eiga það skilið að fá inn eitthvað nýtt, áhugavert, óvænt, ferskt, fallegt & skemmtilegt. Við erum núna á höttunum eftir klárustu, flottustu og áhugaverðustu hönnuðunum, listamönnunum/konunum og framleiðendum á Íslenskum markaði.
Fyrsti markaður Saman verður haldinn í Hörpunni, Flóa, Laugardaginn 9. desember milli 12:00-18:00, frekari upplýsingar eru í umsóknar forminu.
Umsóknir eru OPNAR ~ Smelltu hér til að sækja um
Fyrirspurnir : saman.maturogmenning@gmail.com