top of page

Opið fyrir umsóknir í SÍM salnum fyrir árið 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 24. ágúst 2023

Opið fyrir umsóknir í SÍM salnum fyrir árið 2024

Tímabilið sem um er að ræða er frá janúar til desember 2024. Sýningargjald frá 1. janúar 2024 er 50.000 kr. Innifalið í verðinu er m.a.:
- Leiga og notkun á sal í þrjár vikur
- Notkun á öllum tiltækum tækjum og tólum
- Tilkynning í fréttabréfi og á vefsíðu SÍM
- Viðburður á Facebook og kynning á samfélagsmiðlum
- Fréttatilkynning á alla helstu fjölmiðla

Listamönnum stendur til boða að sýning þeirra verði tekin upp með 3D myndavél gegn vægu gjaldi.
Hægt er að fá lánaða stöpla hjá SÍM.

SÍM Gallery er staðsett í Hafnarstræti 16. Opið alla virka daga frá 12-16 og laugardaga frá 13-16.

Sótt er um með því að senda póst á sim@sim.is. Umsóknum skal fylgja lýsing á verkefni (hámark 500 orð), stutt kynning á listamanni og ósk um sýningartímabil.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2023. Sýningarnefnd mun fara yfir umsóknir og verður öllum umsóknum svarað.

Smellið á hlekkinn hér að neðan fyrir frekari upplýsingar um reglur og dagsetningar:

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page