top of page

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð - haust 2025

508A4884.JPG

fimmtudagur, 5. júní 2025

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð - haust 2025

Myndlistarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir fyrir haustúthlutun árið 2025. Umsóknarfrestur er til kl. 16 mánudaginn 18. ágúst.

Leiðbeiningar um gerð umsókna, úthlutunarstefna, eyðublöð fyrir greinargerð ásamt lögum um sjóðinn má finna hér: www.myndlistarsjodur.is

Kynning fyrir nýja umsækjendur - myndlistarsjóður
Miðvikudaginn 11. júní kl. 16:30 verður haldin kynning á myndlistarsjóði sniðin að þörfum þeirra sem eru að sækja um í fyrsta skipti.

Kynningin verður haldin í húsnæði Myndlistarmiðstöðvar, Austurstræti 5, 4. hæð.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að melda sig á fundinn hér.

Nánar: https://www.icelandicartcenter.is/is/frettir/myndlistarsjodur-radgjof-fyrir-umsaekjendur

Fjarvinnustofur
Haldnar verða fjórar fjarvinnustofur, bæði fyrir nýliða og reyndari umsækjendur:

miðvikudaginn 18. júní kl. 10:00-11:00

miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13:00-14:00

miðvikudaginn 13. ágúst kl. 10:00-11:00 (á ensku)

miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13:00-14:00

Vinnustofurnar fara fram á netinu, Google Meet. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.

Nánar: https://www.icelandicartcenter.is/is/frettir/myndlistarsjodur-radgjof-fyrir-umsaekjendur

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page