Opið fyrir umsóknir í Mugg - seinni úthlutun 2023
mánudagur, 24. júlí 2023
Opið fyrir umsóknir í Mugg - seinni úthlutun 2023
Opið er fyrir fyrir umsóknir í Mugg. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 01.09.2023-29.02.2024.
Umsóknarfrestur er á miðnætti, þriðjudaginn 1. ágúst 2023.
Sótt er um rafrænt hér.
MUGGUR veitir styrki í vikum talið, kr. 50.000.- fyrir vikudvöl erlendis.
Einstaka sinnum eru veittir styrkir í fleiri vikur, en þó aldrei fleiri en 3 vikur í senn, eða að hámarki kr. 150.000.-
Veittir eru styrkir til dvalar erlendis vegna:
· Myndlistarsýningar
· Vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
· Annara myndlistarverkefna
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Frekari upplýsingar um reglur og skylirði er að finna hér.
Hafi umsækjandi fengið styrk áður þarf hann að skila greinargerð áður en ný umsókn er tekin til skoðunar. Eyðublað fyrir greinargerð er hér.