Opið fyrir umsóknir í Mugg - fyrri úthlutun 2024
laugardagur, 13. janúar 2024
Opið fyrir umsóknir í Mugg - fyrri úthlutun 2024
Opið er fyrir umsóknir í Mugg vega fyrri úthlutunar úr sjóðnum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 01.03.2024-31.08.2024.
Umsóknarfrestur er á miðnætti, mánudaginn 5. febrúar 2024.
Sótt er um rafrænt hér.
MUGGUR veitir styrki í vikum talið, kr. 50.000.- fyrir vikudvöl erlendis.
Einstaka sinnum eru veittir styrkir í fleiri vikur, en þó aldrei fleiri en 3 vikur í senn, eða að hámarki kr. 150.000.-
Veittir eru styrkir til dvalar erlendis vegna:
· Myndlistarsýninga
· Vinnustofudvalar eða þátttöku í verkstæði
· Annarra myndlistarverkefna
Umsóknum skal fylgja ítarlegar upplýsingar og lýsingu á verkefni, ásamt staðfestingu viðkomandi stofnun t.a.m. sýningarstjóra, safnstjóra, forstöðumanni vinnustofu eða verkstæðis. Atyhugið að dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Frekari upplýsingar um reglur og skylirði er að finna hér.
Hafi umsækjandi fengið styrk áður þarf hann að skila greinargerð áður en ný umsókn er tekin til skoðunar. Eyðublað fyrir greinargerð er að finna hér.