Opið fyrir umsóknir í Ásmundarsal árið 2025
miðvikudagur, 27. mars 2024
Opið fyrir umsóknir í Ásmundarsal árið 2025
Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2025, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 5 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal okkar á 2. hæð. Einnig köllum við eftir sýningum á kaffihúsið á 1stu hæð, 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju og sviðslistaverkum.
Við tökum á móti umsóknum frá 15. mars og til og með 15. júní 2024. Svör berast til allra umsækjanda fyrir 15. september 2024.
Persónuupplýsingar umsækjanda og umsóknir verða aðeins aðgengilegar fagráði og stjórnendum Ásmundarsalar.
Umsóknir skulu berast sem eitt pdf-skjal, ekki stærra en 10mb og ekki fleiri en 10 bls og innihalda eftirfarandi:
▸ferilskrá þar sem fram kemur menntun og fyrri sýningar listamanns (1 bls)
▸vinnutitill sýningar og texti um sýningartillögu og listamann (1 bls)
▸myndamappa með drögum að verkum og/eða sýningarútfærslu og öllum þeim hugðarefnum sem styrkja sýningartillöguna (max 8 bls)
Hér er hægt að sækja um: https://www.asmundarsalur.is/opi-kall
Sýningarskilmálar
Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur í miðbæ reykjavíkur.
Listamaður ber ábyrgð á uppsetningu og niðurtöku verka sinna en allar framkvæmdir skulu vera í samráði við starfsmenn ásmundarsalar.
Listamaður fær sýningarsal afhentan hvítmálaðan og í góðu ástandi og listamaður skuldbindur sig til að skila sýningarsal í sama ástandi og hann tók við honum.
Ásmundarsalur leggur fram kynningarefni, ljósmyndun, uppsetningu og prentun sýningarskrár og býður veigar á opnun.
Ásmundarsalur tekur 25% söluþóknun af seldum verkum og 30% af miðasölu viðburða sem fer allt í áframhaldandi menningarstarf ásmundarsalar.
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar varðandi umsóknarferlið eða sýningarskilmála
ekki hika við að hafa samband á asmundarsalur@asmundarsalur.is