top of page

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í ÁSMUNDARSAL

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. maí 2024

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í ÁSMUNDARSAL

Ásmundarsalur óskar eftir umsóknum fyrir komandi sýningarár; Myndlist, sviðslist, tónlist og hönnun. Umsóknarfrestur er til 15. júní, en óskað er eftir að umsóknir berist í gegnum umsóknareyðublað sem finna má á heimasíðu Ásmundarsalar. 

Leitað er eftir umsóknum fyrir 5 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal okkar á 2. hæð. Einnig köllum við eftir sýningum á kaffihúsið á 1stu hæð, 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju og sviðslistaverkum. Við tökum á móti umsóknum til og með 15. júní 2024. 

Svör berast til allra umsækjanda fyrir 15. september 2024. Persónuupplýsingar umsækjanda og umsóknir verða aðeins aðgengilegar fagráði og stjórnendum Ásmundarsalar. Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið á asmundarsalur.is 

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page