top of page

Opið fyrir umsóknir: Vinnustofuskipti SÍM 2026

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. júní 2025

Opið fyrir umsóknir: Vinnustofuskipti SÍM 2026

Auglýst er eftir umsóknum um vinnustofuskipti SÍM árið 2026. Samband íslenskra myndlistarmanna bjóða listamönnum sem búa og starfa á Íslandi að taka þátt í vinnustofudvöl á vegum Budapest Gallery og Gjutars Residency.

Markmið vinnustofustkiptanna er að listamenn fái tækifæri til þess að skipta um umhverfi, sækja innblástur og stækka tengslanet sitt þvert á listform. Innifalið í dvölinni er gistiaðstaða, aðgangur að vinnustofu/ vinnurými og möguleiki á sýningu í lok dvalar.

Listamönnum er bent á að sækja um Mugg dvalarstyrk til þess að fjármagna dvölina.

Um gestavinnustofurnar

Budapest Gallery er staðsett í miðborg Búdapest, Ungverjalandi. Budapest Gallery býður listamönnum og sýningarstjórum að dvelja í fullbúinni 60 fermetra stúdíóíbúð með þakgarði og útiverönd í höfuðborg Ungverjalands. Dagsetningar: 3.- 31. maí 2026

Nánar: https://budapestgaleria.hu/_/en/artist-exchange-program/

Gjutars Residency er staðsett í bænum Vantaa, stuttspor frá Helsinki. Íbúðin er umkringd náttúru og býður upp á friðsælt andrúmsloft til að skapa og njóta. Í húsnæðinu er rúmgóð vinnustofa og sýningarrými, en listamönnum gefst tækifæri til þess að halda sýningu að dvölinni lokinni. Dagsetningar: 2.-30. júní 2026

Nánar: https://www.vantaantaiteilijaseura.fi/gjutars-residenssi/residenssi/

Umsókn

Umsóknarfrestur er til 6. júlí 2025. Sótt er um rafrænt á www.sim.is/vinnustofuskipti

Umsóknum skal fylgja:
- Eitt PDF skjal með yfirlýsingu listamanns, feilsskrá og úrvali verka (hámark 20MB), á ensku.
- Bréf um ásetning, hámark tvær A4 síður, á ensku.

Umsækjendur geta sótt um fleiri en eina vinnustofudvöl en geta aðeins fengið úthlutað annarri af tveimur umsóknum.

Forval á umsóknum er í höndum valnefndar á vegum SÍM, en lokaval á listamanni er í höndum viðkomandi stofnunar.

Niðurstöður verða kynntar í byrjun ágúst 2025.

Fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð við umsóknir, vinsamlega sendið tölvupóst á residency@sim.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page