top of page

Opið fyrir tillögur að tilnefningum - Íslensku myndlistarverðlaunin

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. nóvember 2023

Opið fyrir tillögur að tilnefningum - Íslensku myndlistarverðlaunin

Íslensku myndlistarverðlaunin verða veitt í sjöunda skipti í mars 2024. Af því tilefni er óskað eftir tillögum að tilnefningum til verðlaunanna Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins.

Smelltu hér til að senda inn tillögu að tilnefningu til Íslensku myndlistarverðlaunanna: 2024https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms

Frestur til að senda inn tillögu rennur út á á miðnætti föstudaginn 15. desember.

Myndlistarráð stendur að Íslensku myndlistarverðlaununum og eru þau veitt í nafni ráðsins. Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistarmenn með búsetu á Íslandi, hvetja til nýrrar listsköpunar og efla kynningu íslenskrar myndlistar, innan lands sem utan.

Verðlaunin Myndlistarmaður ársins eru veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað framúr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2023. Verðlaunafé er 1 milljón krónur.

Hvatningarverðlaun, 500 þúsund krónur, verða veitt starfandi myndlistarmanni sem nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið og vakið athygli með verkum sínum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page