top of page

Opið forval - Samkeppni um gerð listaverks fyrir Djúptæknisetur

508A4884.JPG

föstudagur, 19. september 2025

Opið forval - Samkeppni um gerð listaverks fyrir Djúptæknisetur

Vísindagarðar HÍ bjóða myndlistarmönnum að taka þátt í opnu forvali að lokaðri samkeppni um listaverk fyrir djúptæknisetur sem mun rísa í Vatnsmýrinni.

Um er að ræða listaverk innanhúss og utanhúss. Með listaverkum er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggverk unnin beint á veggi, stafræn verk, hangandi verk í opnu miðrými með lýsingu, lágmyndir, höggmyndir og aðra listræna fegrun. Sérstaklega er óskað eftir tillögum að listaverkum sem geta verið eiginlegur byggingarhluti, að hluta eða í heild, og órjúfanlegur hluti af byggingunni, inni eða úti.

Hægt er að óska eftir að fá send í tölvupósti frumdrög af byggingunni.

Meginmarkmið samkeppninnar er að gæða þetta verkefni hugmyndaauðgi og hugviti listamanna sem mun njóta sín sem órjúfanlegur hluti af heildarhönnun byggingarinnar um ókomin ár.

Áherslur dómnefndar eru:
● Styrkleiki heildarhugmyndar og listrænt gildi tillögu
● Að verkið verði eiginlegur byggingarhluti og hluti af byggingunni.
● Að verkið verði úr varanlegu efni sem sé vandað og endingargott.
● Að verkið hindri ekki umgang um það svæði sem það verður hluti af og sé viðhaldskostnaður þess í lágmarki.

Húsnæðið verður sérhannað fyrir þarfir djúptæknisetursins. Áhersla er á aðgengi fyrir alla, góða hljóðvist, dagsbirtu og góða innivist.

Samkeppnin mun fara fram eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), þ.e. lokuð samkeppni með opnu forvali. Í fyrri áfanga samkeppninnar, forvali, mun forvalsnefnd velja fimm myndlistarmenn úr innsendum þátttökutilkynningum og fær hver þeirra kr. 700.000 til þátttöku í seinni hluta samkeppninnar. Forvalsnefndin áskilur sér rétt til að kalla einstaka listamenn fyrir nefndina ef þeim finnst þörf á því. Mögulega verða fleiri en eitt verk valin.

Tilkynning um þátttöku skal innihalda:
● Nafn þátttakenda, kennitölu og netfang.
● Stuttan texta þar sem gerð er grein fyrir áhuga á verkefninu ásamt forsendum og hæfni til þess að útfæra varanleg inni og/eða útilistaverk.
● Ferilskrá og myndir af fyrri verkum.
● Heimilt er að senda inn lauslega hugmynd að listaverki/-um og aðrar upplýsingar sem viðkomandi telur að styrkt geti umsókn sína um þátttöku í samkeppninni.

Rétt til að tilkynna þátttöku í forvali hafa allir myndlistarmenn. Tungumál samkeppninnar er íslenska.

Fyrirspurnir í forvalshluta samkeppninnar skal senda á: trunadarmadur@sim.is
Umsóknir um þátttöku sendist fyrir kl. 16:00 29. september á netfangið: trunadarmadur@sim.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page