Open Call: SÍM Hlöðuloft 2025
þriðjudagur, 17. október 2023
Open Call: SÍM Hlöðuloft 2025
SÍM auglýsir eftir umsóknum vegna myndlistarsýninga á Hlöðuloftinu árið 2025.
Félagsmenn SÍM geta sótt um að halda sýningar á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum. Listamenn greiða fyrir leigu og notkun á sal (hægt er að bæta við notkun á kaffihúsi gegn vægu gjaldi).
SÍM útbýr kynningarefni í samstarfi við sýnendur þ.m.t. tilkynningu í fréttabréf og á vefsíðu, fréttatilkynningu á alla helstu fjölmiðla, viðburð á Facebook og Reykjavík Grapevina, ásamt almennri kynningu á samfélagsmiðlum SÍM.
Listamönnum stendur einnig til boða að sýning þeirra verði tekin upp með 3D myndavél gegn gjaldi.
Leitað er eftir fjölbreyttum verkefnum en allar umsóknir skulu berast til sim@sim.is. Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á verkefni ásamt myndefni (hámark 500 orð), kynning á listamanni/listamönnum, ferilsskrá og ósk um sýningartímabil. Umsóknir eru m.a. metnar út frá gæða umsókna, skýrri sýningarhugmynd / tillögu, nýtingu rýmis og sérviðburða (t.a.m. listamannaspjall, leiðsagnir o.s.frv.)
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2023.
Sýningarnefnd fer yfir umsóknirnar og verður öllum umsóknum svarað.
Frekari upplýsingar um Hlöðuloftið og fyrri sýningar er að finna hér á síðunni.