top of page

Open Call: Hamraborg Festival 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. janúar 2024

Open Call: Hamraborg Festival 2024

Hamraborg Festival býður listamönnum að taka þátt í að fagna fjölbreyttri sköpun í miðbæ Kópavogs á Hamraborg Festival 2024.

Kallað er eftir umsóknum frá listmálurum, dönsurum, myndhöggvurum, tónlistarfólki, listamönnum sem vinna í stafræna miðla, hönnuðum, sögumönnum, hugsuðum og skapandi fólki af öllum gerðum.
Öllum listformum er tekið með opnum örmum í Hamraborg.

Vilt þú sýna verk þín í óhefðbundnu rými?
Halda viðburð?
Skipuleggja vinnusmiðju?
Vinna með nærsamfélaginu?
Kanna og afhjúpa leyndardóma Hamraborgar?

Sækið um og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Hamraborg festival verður haldið dagana 21. - 28. Ágúst 2024.

Opið er fyrir umsóknir frá 4. janúar til 4. febrúar. Nánar á https://www.hamraborgfestival.is/open-call-2024

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page