top of page

Oceanus Hafsjór "Dálítill sjór" Alþjóðleg listahátíð og vinnustofa á Eyrarbakka

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. júlí 2023

Oceanus Hafsjór "Dálítill sjór" Alþjóðleg listahátíð og vinnustofa á Eyrarbakka

Dagana 6. til 23. júlí 2023 mun í annað sinn alþjóðlega listsýningin og vinnustofan OCEANUS HAFSJÓR “Dálítill Sjór” fara fram á Eyrarbakka. Sýningaropnun verður helgina 15. til 16. júlí 2023 og mun sýningin standa til 23. júlí 2023. Opnunarhátíð laugardaginn 15. júlí kl 14.00.

Opnunartími sýningar:
Laugardagur 15 júlí kl. 14.00-18.00
Sunnudagur 16 júlí kl. 13.00-18.00
Laugardagur 22 júlí kl. 13.00-18.00
Sunnudagur 23 júlí kl. 13.00 -18.00

Sýningarnar fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði við Búðarstíg, ásamt fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um þorpið á Eyrarbakka. Upplýsingar um tónlistar, dans og gjörnirna viðburði verður tilkynnt um síðar á heimasíðu hátíðarinnar og samfélagsmiðlum.

Þátttakendur í sýningunni verða 14 listamenn frá Slóvakíu, Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Suður Kóreu, Mauritius og Íslandi. Þeir munu dvelja á Eyrarbakka í u.þ.b. 2-3 vikur og vinna að list sinni.
Listafólkið vinnur í ýmsa miðla, myndlist, ljósmyndun, gjörninga, skúlptúr tónlist og dans.

Xenia Imrova Slóvakía

Jörg Paul Janka Þýskaland

Piotr Zamojski Póland

Manou Soobhany Mauritius

Teitur Björgvinsson Ísland

Egill Björgvinsson Ísland

Eyjólfur Eyjólfsson Ísland

Kristine Schnappenbourg Þýskaland

Auður Hildur Hákonardóttir Ísland

Christine Gísla Ísland

Júlíus Björgvinsson Ísland

Hera Fjord Ísland

Ingo Günther Þýskaland

Guðmundur Þór Gunnarsson Ísland

Þórdís Þúfa Ísland

Jaeyun Baesia Heo Jeong Suður Kórea

Djuneid Dulloo Mauritius

Lára Stefánsdóttir Ísland

Samantha Clair Zaccarie Frakkland

Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir Ísland

Listahátíðin Oceanus Hafsjór, varð til árið 2022, að frumkvæði, Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur og í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. 25 alþjóðlegir listamenn dvöldu þá á Eyrarbakka í mánuð og unnu að listsköpun sinni. Verkefnið "Dálítill sjór" er sjálfstætt framhald af hátíðinni og er nú einstaklingsframtak Ástu, með stuðningi frá Uppbyggingasjóði Suðurlands, ásamt stuðnini fyrirtæja og einkaaðila sem styðja verkefnið með fjárstuðningi, aðstoð við matargerð, gistiaðstöðu og sýningaraðstöðu. Ætlunin er að halda áfram að efla listsköpun á svæðinu, Eyrarbakka og umhverfi hans, eftir frábærar viðtökur jafnt listamannana, þorpsbúa og annara sem urðu aðnjótandi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page