top of page

NORR11: Að snerta uppsprettu - Kristín Morthens

508A4884.JPG

föstudagur, 14. október 2022

NORR11: Að snerta uppsprettu - Kristín Morthens

Kristín Morthens opnar sýninguna
Að snerta uppsprettu í NORR11


Kristín vann verkin útfrá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu

Á sýningu Kristínar Morthens, Að snerta uppsprettu, er áhorfandinn tekinn inn í óræðan heim þar sem samspil og samruni mjúkra forma, lita og litbrigða ráða ríkjum. Verkin fagna nýju lífi, þoku, snertingu, jörð og líkama, en Kristín vann verkin útfrá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Þarna birtast fyrirbæri, einhverskonar líkamlegar verur, með sín eigin lögmál og fyrirheit. Þau teygja sig og beygja, grípa, fljóta um og eigast við. Tveir pólar mætast og sameinast í eina rás á meðan tíminn stendur í stað. Við sjáum augnablik umbreytinga frá fortíð til framtíðar. Það sem einu sinni var er nú annað, það sem er í dag var ekki hér áður.
Kristín Morthens (f. 1992) útskrifaðist árið 2018 með BFA í málaralist frá OCAD háskóla í Torontó, Kanada. Í verkum hennar eru frásagnir af nánd, aðskilnaði og mörkum túlkaðar út frá líkamlegum formum innan óræðra rýma. Verk Kristínar hafa verið sýnd á sýningum í söfnum og galleríum á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada. Kristín býr og starfar í Reykjavík.

Sýningin stendur til 6. desember, 2022.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page