top of page

Norræna Húsið og Rannís: Kynning á tækifærum innan Nordplus 9. nóvember

508A4884.JPG

föstudagur, 4. nóvember 2022

Norræna Húsið og Rannís: Kynning á tækifærum innan Nordplus 9. nóvember

Kynning á tækifærum innan Nordplus 9. nóvember kl. 17:00 - 19:00
í Norræna húsinu
Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrki Nordplus er 1. febrúar 2023 og því bjóða Rannís og Norræna húsið til kynningarfundar þann 9. nóvember kl. 17:00-19:00. Þar verða kynnt öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. Fyrir þau sem hafa áhuga á að sækja um styrk eða vilja heyra meira um umsóknarferlið, er tilvalið að mæta og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið. Starfsfólk Nordplus á Íslandi verður á staðnum, segir frá umsóknarferlinu og gefur góð ráð varðandi verkefnin.
Tónlist, spjall og léttar veitingar - öll velkomin! Hvetjum ykkur til að skrá ykkur hér: https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=bTBKdmgKrUWfB28YBER81FuKQQ2qe7NNp5spV6vcDDtUMFFEWVRHSk03M0I5RTVGRFo2NFA1QkNRVC4u

Dagskrá:
• 17:00 – Kynning á Nordplus og undiráætlunum
• 17:30 – Spurningar, spjall og ráðgjöf – starfsfólk Rannís svarar spurningum
• 18:15 – Mikael Lind og Johanna Sjunnesson flytja fallega tóna
• 18:35 – Spjall og léttar veitingar
________________________________________
Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og samanstendur af fimm undiráætlunum; fyrir leik-, grunn- og framhaldssskóla, háskóla, fullorðinsfræðslu, norræn tungumál og áætlun sem nær þvert á skólastig.
Rannís rekur landskrifstofu Nordplus á Íslandi.

Meira um Nordplus:
www.nordplusonline.org
www.nordplus.is


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page