Norður og niður: Sýningaropnun í Bildmuseum í Umeå, Svíþjóð
föstudagur, 26. maí 2023
Norður og niður: Sýningaropnun í Bildmuseum í Umeå, Svíþjóð
Í kvöld verður opnuð í listasafninu Bildmuseum í Umeå Svíþjóð sýningin Иorður og niður, myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Listasafns Reykjavíkur, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum og Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð.
Sýningin stóð yfir í Hafnarhúsi frá 13. október til 5. febrúar sl. og var send úr Hafnarhúsi til Bildmuseum í Svíþjóð.
Á Иorður og niður sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga.
Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna frá þverskurði listafólks sem búsett er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu
Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, þ.á.m. Loftslagssjóðs, Arctic Cooperation Programme, Bandaríska sendiráðsins á Íslandi, Norræna menningarsjóðsins, Norrænu menningargáttarinnar og Eimskips.
Listamenn: Ragnar Axelsson (Iceland), Jordan Bennett (Canada), Jason Brown/Firefly (USA), Reggie Burrows Hodges (USA), Christopher Carroll (USA), Jóhan Martin Christiansen (Faroe Islands), Lauren Fensterstock (USA), Gideonsson/Londré (Sweden), Julie Edel Hardenberg (Greenland), Joan Jonas (USA), Jessie Kleemann (Greenland), Justin Levesque (USA), Anna Líndal (Iceland), Meagan Musseau (Canada), Ann Cathrin November Høibo (Norway), Mattias Olofsson (Sweden), Frida Orupabo (Norway), Katarina Pirak Sikku (Sweden), Bita Razavi (Finland/Estonia), Joshua Reiman (USA), Hans Rosenström (Finland), Máret Ánne Sara (Norway), Magnús Sigurðarsson (Iceland), Andreas Siqueland (Norway), Peter Soriano (USA), Anders Sunna (Sweden), Superflex (Denmark), Snæbjörnsdottír/Wilson (Iceland/UK), D’Arcy Wilson (Canada), Arngunnur Ýr (Iceland).
Ljósmynd: Arngunnur Ýr