Niðurstöður stjórnarkosninga SÍM
föstudagur, 17. maí 2024
Niðurstöður stjórnarkosninga SÍM
Aðalfundur SÍM var haldinn fimmtudaginn 16. maí á Korpúlfsstöðum. Kynntar voru niðurstöður stjórnarkosninga fyrir tímabilið 2024-2026. SÍM þakkar öllum frambjóðendum fyrir þátttökuna. Alls bárust tvö framboð til formanns og ellefu framboð í stjórn.
Atkvæðagreiðsla var gerð af Maskínu fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna vegna kjörs til formanns og stjórnar. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 14.-16. maí 2024. Alls voru 860 á kjörskrá og greiddu 463 af þeim atkvæði, eða 54%
Niðurstöður
Til formanns: Anna Eyjólfsdóttir hlaut 229 atkvæði eða 49,5%. Tinna Guðmundsdóttir hlaut 216 atkvæði eða 46,7%. 18 skiluðu auðu eða 3,9%.
Til stjórnar: Hlynur Helgason hlaut 225 atkvæði eða 20,1%. Þá hlaut Anna Rún Tryggvadóttir 213 atkvæði eða 16,8% og Helga G. Óskarsdóttir fékk 173 atkvæði eða 13,7%.
Eftirtaldir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára á aðalfundi 2023 og lýkur þeirra kjörtímabili í maíí 2025: Pétur Thomsen og Þóra Karlsdóttir, aðalmenn, og Elísabet Stefánsdóttir, varamaður.
Fundurinn þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum, Freyju Eilíf Helgudóttur og Soffíu Sæmundsdóttur fyrir störf sín í þágu félagsins.
Ný stjórn SÍM tímabilið 2024-2025 er því svohljóðandi: Anna Eyjólfsdóttir, formaður, Pétur Thomsen, Þóra Karlsdóttir, Hlynur Helgason og Anna Rún Tryggvadóttir, meðstjórnendur, Elísabet Stefánsdóttir og Helga G. Óskarsdóttir, varamenn.